Hvað er söl
- icegoehf
- Feb 25, 2021
- 1 min read
Söl teljast til rauðþörungur sem vaxa neðst í fjörum og hafa haft meiri þýðingu fyrir Íslendinga til manneldis en nokkur annar fjörugróður. Söl hafa verið notuð til matar í margar aldir á Íslandi og eru mjög næringarrík. þau eru talin vaxa alls staðar við strendur Íslands en þó virðist vera mikill munur á hve mikið er af þeim eftir hinum ýmsu landshlutum. Söl eru rauðfjólublá eða rauðbrún og lengd þeirra yfirleitt á bilinu 10-40cm. Þau koma í ljós á fjöru og virðast þrífast best þar sem brimar nokkuð. Í gama daga voru söl notuð sem lækningajurt.
Í grein eftir Odd Hjaltalín segir hann söl vera kælandi, vallgang mýkjandi, uppleysandi, þvagleiðandi, nærandi, stillandi, svitadrífandi og styrkjandi. fersk á lögð deyfa þau hitabólgu og tök. Einnig er talið að sölbæti hjartaverk. þau geta gagnast sem sjóveikis og hægðarlyf. þau eru rík af joði og eru því talin vera góð við lifrarveiki.
Söl eru næringaríkasta tegund sjávarjurta sem vex hér á landi. þau eru náttúruleg og hollt hráefni úr hafinu. Söl eru rík af próteini, járni, flúori, A vítamíni, B6 og B12 vítamínum, kalín, fosfór og joði. Þau innihalda einnig sykur, sterkju, amínósýrur, E og C vítamí, köfnunarefni, ger, bróm, magnesín, brennistein, kalsín, sóda, radín, rúbídín, mangan, títan og snefilefni.
Söl eru góð í súpur, pastarétti og pottrétti. Söl er einnig er mjög gott að borðaein og sér eða með smjöri.

lol